Brotthvarf Birgittu

Punktar

Birgitta Jónsdóttir segir þetta sitt síðasta kjörtímabil sem þingmaður. Það er óskemmtilegt að heyra. Hún var lengi helzti málsvari Pírata og tákn þeirra. Orð hennar og skrif ýttu til dæmis mér til stuðnings við flokkinn. Hún hefur verið næsta þögul undanfarið og látið öðrum um að taka við keflinu. Mér hefur fundizt skarð vera fyrir skildi. Mest þótti mér gaman, hversu hræddir íhaldskurfar voru við hana. Það er einmitt galli íslenzkra stjórnmála, hversu hrædd þjóðin er. Hún kýs heldur kvalara, sem hún þekkir, heldur en þá sem boða fögnuð nýrra tíma. Ég vona, að Birgittu snúist hugur og hún haldi áfram uppi merki framtíðarsýnar.