Brotnaði á Þorgerði

Punktar

Sjálfstæðisflokkurinn bauð Samfylkingunni, að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir yrði forsætisráðherra í stað Geirs. Því hafnaði Samfylkingin. Ef hún hefði verið í sáttahug, hefði hún samþykkt þetta og fengið í staðinn mannaskipti í Seðlabankanum. Mér finnst athyglisvert, að stjórnin brotnaði ekki á Davíð, heldur á Þorgerði Katrínu.