Brezka flughernum boðið

Punktar

Skrítið er, ef Bretland ætlar að tryggja loftvarnir Íslands í eina viku í desember. Okkur stafar ekki hætta af Rússlandi að sinni. Okkur stafar ekki hætta af neinu öðru ríki en einmitt Bretlandi. Það hefur stundað hryðjuverk á íslenzkum efnahag. Hefur kippt fótunum undan Kaupþingi og sett Ísland í efnahagslega herkví. Hefur fryst viðskipti með gjaldeyri, svo að greiðslur berast ekki hingað. Efnahagsleg hryðjuverk Bretlands hljóta að hindra komu herflugsveitar frá Bretlandi í desember. Landsfeður okkar hafa ögrað þjóð sinni á ýmsa vegu. Geta ekki til viðbótar boðið brezkum flugher hingað.