Breyttar fullyrðingar

Punktar

Athugasemdir á fésbókarsíðu minni eru læsilegar og athyglisverðar, enda er þar ekkert huldufólk á ferð. Að mestu eru horfnar fullyrðingar um, að fólk borgi ekki fyrir óreiðumenn. Fólk er einmitt að borga þúsund milljarða fyrir óreiðumenn á borð við Davíð Oddsson. Nú er á oddinum fullyrðing um, að fólk láti ekki börn sín og afkomendur borga fyrir sig. En fólk er einmitt að láta börn sín og barnabörn borga fyrir sig. Það var ákveðið í október 2008. Þá slengdi Geir Haarde gjaldþroti Seðlabankans og viðskiptabankanna á herðar skattgreiðenda framtíðar. Hvorug athugasemdin fjallar í rauninni um IceSave.