Breyta Saddam í Saladín

Punktar

George Monbiot segir í Guardian, að stríðið við Írak endi með skelfingu, hver sem úrslit þess verði. Trúarofstæki fari vaxandi um gervöll Miðausturlönd. Hernám Bagdað gegn vilja íbúanna muni kosta mikil fjöldamorð af hálfu vestrænna herja. Hatur Íraka á innrásarliðinu muni magnast um allan helming. Eitt helzta afrek Bandaríkjanna og Bretlands verði að breyta einum af mörgum skúrkum heimsins í goðsagnahetju múslíma, nýjan Saladín.