Bretland í hópi góðu ríkjanna

Punktar

111 ríki samþykktu á föstudaginn bann við notkun á klasasprengjum. Það er mikilvægt skref í átt til afnáms hræðilegs vopns. Á endasprettinum féll Bretland frá stuðningi við Bandaríkin og undirritaði samkomulagið. Það eru fyrst og fremst hin illu ríki heimsins, sem neita að skrifa undir. Það eru Bandaríkin og Rússland, Kína og Ísrael, Indland og Pakistan. Þetta eru að vísu ein mestu herveldi heims, þannig að bannið hefur takmarkað gildi. En það hefur pólitískt gildi. Bretar munu fara fram á það við Bandaríkin, að klasasprengjur verði ekki í vopnasafni bandaríska hersins þar í landi.