Brennuvargar í brunaliði

Punktar

Brunaliðið, sem þykist reyna að slökkva elda um öll fjármál landsins, er skipað brennuvörgunum sjálfum. Fremst fer þar fjármálaeftirlitið, sem hafði ekkert eftirlit með bönkunum. Endurréð svo sjálfa bankastjórana, sem höfðu farið hamförum við að kveikja elda. Að baki eftirlits og bankastjóra eru þeir Davíð Oddsson og Geir Haarde, sem bjuggu til sjálfvirkt íkveikjukerfi. Að hætti Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og Chicago-háskóla fólst það einkum í frjálshyggju án regluverks og eftirlits. Þjóðin er eins konar Biedermann. Brunaliðsmennina þekkjum við nánast alla sem brennuvarga. Frjálshyggjumenn.