Brá fæti fyrir gaurinn

Punktar

Frábært er, að Hannes Smárason fjármálaséní sé fluttur til Barcelona. Þar er himnaríki þjófa, kerfið nennir ekki að amast við þeim. Hafa komið sér þar vel fyrr, ekki sízt í hótelbransanum, látið mig þekkja það. En það er önnur saga. Einu sinni var ég gangandi á Rambla, rétt við Palau Güell. Kom þar svartur gaur hlaupandi, þreif veski af kerlingu og æddi í hliðargötuna. Þar brá ég fæti fyrir gaurinn, svo að hann valt tvo hringi og missti töskuna. Hann hljóp burt, en ég tók upp töskuna og afhenti kerlunni herramannslega. Síðan flýtti ég mér upp í leigubíl, ef vinir svarta gaursins skyldu koma.