Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefur nú hafnað tillögu um alþjóðlegt bann við botnvörpum. Tillagan kom fram, af því að komið hefur í ljós, að botnvörpur skrapa botninn og trufla á þann hátt mikilvægasta svæði sjávarins, til dæmis fyrir tímgun fiska og sjávardýra. Íslenzk stjórnvöld voru auðvitað á móti tillögunni, því að við höfum enn ekki áttað okkur á, að fiskimiðin við Ísland eru hætt að vera sjálfbær. Þau sæta rányrkju á þessu sviði eins og svo mörgum öðrum, enda munu fiskveiðar við Ísland ekki geta fengið vottun hjá Marine Stewardship og íslenzkar vörur munu detta úr keðjuverzlunum.