Borgið launin bara í evrum

Punktar

Næsta skref í kjaramálum er að stéttarfélög vilji fá kaup borgað í evrum. Það ætti að ná eyrum Samtaka atvinnulífsins, sem vilja taka upp evru. Nú er ástandið þannig, að bílar eru auglýstir í evrum. Því ekki auglýsa húsnæði líka í evrum? Ef kaup annars vegar og helztu útgjaldaliðir hins vegar eru í evrum, þá ætti jafnvægi að komast á að nýju. Þá væri í lagi að taka lán í evrum. Það er svo margt, sem yrði einfaldara í evrum. Ég tala nú ekki um, að vextir mundu snarlækka. Allur þorri ábyrgra samtaka í þjóðfélaginu er að komast á eina skoðun: Við þjóðinni blasir bein aðild að Evrópusambandinu.