Þú þarft að borga allan brúsann. Geir Haarde hefur talað í gátum, svo að þú fattir það ekki. Segist fá brezka aura upp í þetta. Telegraph segir eignir IceSave ekki verða notaðar í það. Þær verða notaðar til að greiða brezkar skuldbindingar, sem eru utan og ofan við ábyrgðir. Íslenzka ríkið verður að borga alla ábyrgðina brúttó, 2,3 milljarða sterlingspunda. 20.887 evrur á mann. Brezki tryggingasjóðurinn borgar viðbótarábyrgðina, 1,4 milljarða sterlingspunda. Það sem út af stendur borgar svo brezki ríkissjóðurinn, 0,9 milljarða sterlingspunda. Hann hefur í staðinn hertekið eigur IceSave.