Borgarar ofsóttir

Punktar

Meirihluti borgarstjórnar hefur breytt skipulaginu. Tekur ekki lengur tillit til tveggja bíla á hverja íbúð. Skipuleggur í staðinn 0,8 bílastæði á hverja íbúð, tæplega heilt stæði. Gert með þungum steypuhúsum, sem troðið er út í lóðarmörk í eldri hverfum. Eitt slíkt má sjá við Mýrargötu. Íbúar klumpanna munu leggja bílum sínum við nálæg hús. Breiða þannig út vandann við þessa skipulags-ofsatrú. Vandinn á að leiða til, að fólk hrekist úr bílum yfir á reiðhjól eða strætó. Með illu er reynt að pína fólk til að fylgja sérviturri hugmyndafræði. En ekki á að vera í verkahring borgar að ofsækja borgarana.