Borgar ekki Júlíusi

Punktar

Bandaríkin borga ekki fyrir heitt vatn, sem þau nota ekki. Samkvæmt nýrri stjórnsýslu í Bandaríkjunum lýsa þau bara yfir, að samningur um það sé ekki lengur í framkvæmd (inoperable). Forstjóri Hitaveitu Suðurnesja telur, að varnarliðið verði að borga fyrir heitt vatn í nokkur ár, þótt það fari af landi brott og þurfi ekki að nota það. Hann skilur ekki, að Bush hefur ákveðið, að Bandaríkin séu hafin yfir lög og rétt, þar á meðal samninga við önnur ríki, samanber herinn, og um fjölþjóðastofnanir. Á hverjum degi talar Bush við guð, sem segir honum, að hann eigi ekki að borga Júlíusi.