Borgaðu milljarðinn Bjarni

Punktar

Bjarni Ármannsson hafði sjö milljarða króna af þjóðinni. Formlega séð hafði hann það út úr innherjasamningi við Glitni. Hann stuðlaði þannig að falli bankans og yfirtöku ríkisins. Þar með voru sjö milljarðarnir orðnir að máli þjóðarinnar allrar. Núna neitar Bjarni að skila tæpum milljarði, sem hann skuldar bankanum. Hann ber því við, að hann sé hluti yfirstéttar, sem ekki sé látin leggja fram veð fyrir skuldum. Bjarni skuldar banka þjóðarinnar samt þennan tæpa milljarð. Borgaðu hann fyrst, Bjarni, og farðu svo að rífa kjaft um vandræði þjóðarinnar. Þú ert orsaksavaldur vandræða okkar allra.