Eins og önnur staðföst ríki þarf Ísland að taka þátt í að sópa gólfið eftir innrásina í Írak. Þar er allt í kaldakoli vegna innrásarinnnar. Frakkland og Þýzkaland neita auðvitað að borga, enda ætíð andvíg innrásinni og hafa næg verkefni fyrir þróunaraðstoð annars staðar í heiminum. Þeir, sem brutu allt og brömluðu í Írak verða hins vegar að borga það tjón, þar á meðal fíflin, sem Bandaríkin höfðu í eftirdragi. Ísland verður meðal annarra slíkra að taka þátt í þessum herkostnaði við ákvörðun tveggja manna um að bregða út af hefð hlutleysisstefnu í samskiptum á erlendum vettvangi.
