Borgabækur á vefnum

Punktar

Árin 1981-1996 skrifaði ég vinsælar leiðsögubækur um erlendar stórborgir. Komu sumar út í nokkrum útgáfum og prentunum. Ég fjallaði um borginar Kaupmannahöfn, London, Amsterdam, París, New York, Madrid, Róm, Dublin og Feneyjar. Ég vantreysti mér til að skrifa slíkar bækur eftir 1996, því að það er bara fyrir unga menn að þeytast út um allar trissur og sofa eina nótt á hverju hóteli. Bækurnar hafa verið uppseldar lengi. Nú er hægt að nálgast þær, allar nema París, á www.jonas.is. Þú slærð bara nafn borgar í leitarreitinn og þá eiga bókarkaflarnir að koma upp í lista. Góða skemmtun.