Yfirmenn í Straumi vilja fá milljarða króna í bónus fyrir að reka fyrirtæki, sem þeir hafa komið í greiðslustöðvun. Sá er fáránleiki íslenzkrar tilveru í dag. Fáránleikinn er líka Lárentínus Kristánsson í skilanefnd Landsbankans. Syndaregistur hans stefnir í það óendanlega: 250 milljónir í þóknun fyrir eitt innheimtubréf er toppurinn á íslenzkum veruleika. Á sama tíma og helztu skúrkar landsins valsa enn um bankana er saumað að almenningi. Rugludallar fá afskrifaða milljarða, en almenningur ekki krónu. Andvana ríkisstjórnin fattar ei, að gamla Ísland Geirs Haarde og Davíðs Oddssonar er enn á fullu.