Bölvað útlandið

Punktar

Vanhæfum pólitíkusum er léttast að kenna útlendingum um eigin glæpi og heimsku. Þannig urðu Balkanstríð að stórfelldu blóðbaði, þegar Júgóslavía féll fyrir borð. Þannig komst Trump til valda í Bandaríkjunum og Erdoğan varð einræðisherra í Tyrklandi. Báðir fjölyrtu um helvítis útlendingana og samsæri þeirra. Nú er fólk að átta sig á, að um áratugi hefur fámenn yfirstétt sankað að sér öllum hagvexti, án þess að láglaunafólk hafi fengið neitt. Því er reynt að kenna útlandinu um öll vandræði til að beina reiði fátæklinga frá pólitískum bófaflokkum innanlands. Þá öldu sigla margs konar skrumarar á borð við Trump, le Pen, Farage og Bjarna Ben.