Bókstafstrú er afturhald

Punktar

Rasismi minn felst í andstöðu við íslam sem bókstafstrú úr miðöldum. Vil hamla gegn tilraunum ýmissa klerka íslams við að troða miðöldum upp á veraldarhyggju okkar. Um leið er ég dálítið andvígur kristni. Stjórnarskráin segir hér ríkja trúfrelsi. Samt er hér ríkiskirkja, að vísu ekki sérlega uppáþrengjandi. Ríki og kirkja voru saman í hnút á miðöldum. Endurreisn, þekkingarbylting og franska byltingin ýttu bókstafstrú út á kant. Síðan hefur kirkjan verið afturhaldssöm og látið með tregðu teyma sig til nútíma. Sú saga er að mestu að baki, kristni er til friðs í veraldlegu samfélagi. Sama er alls ekki hægt að segja um íslam.