Verstu mistök ríkisstjórnarinnar er að endurreisa bankana í þeirra gömlu mynd. Nýir bófar tóku við af gömlum, en allt annað er eins. Sjáið Landsbanka Steinþórs Pálssonar, sjálfan ríkisbankann. Afskrifaði 30 milljarða skuld kvótakóngsins Magnúsar Kristinssonar, 20 milljarða kvótakóngsins Jakobs Valgeirs Flosasonar, 20 milljarða kvótakóngsins Guðmundar Kristjánssonar. Tók ekki einu sinni kvótann til sín. Þetta eru 70 milljarðar á þrjá bófa. Svo tryllist Steinþór, er þjóðin vill ná kvótanum til baka. Afskrift skulda almennings í bankanum er samtals bara brot af niðurfellingu eins kvótakóngs.