Ég kaupi ekki þá skoðun, að Gunnari Andersen hafi verið bolað úr starfi af umboðsmönnum útrásarbófa. Held ekki, að Sigurður G. Guðjónsson lagatæknir sé svo öflugur, þótt klár sé. Held ekki, að brottför Gunnars úr eftirlitinu verði bófunum til framdráttar. Áttatíu mál fjármálaeftirlitsins eru komin í hendur Sérstaks saksóknara. Þaðan munu kærurnar koma. Og þar er sú seinkun, sem þjóðin engist yfir. Gunnar var einfaldlega vanhæfur til starfsins vegna fyrri aðildar að aflandsfélögum Landsbankans. Meðferð hans á máli Baldurs Guðlaugssonar ráðuneytisstjóra var líka slöpp. Hafði næstum klúðrað málinu.