Bófar tala í kross

Punktar

Kosningastríð bófaflokksins er að fara í gang í dag efir að hafa verið truflað af tveimur stórmálum. Annað eru frásagnir fjölda kvenna, innlendra og erlendra, af kynferðislegri áreitni. Þær hafa runnið saman við stuðning föður forsætis við uppreist æru barnaníðings. Hitt er lögbann við birtingu frétta um fjárglæfra forsætis og efasamdir um, að hann kunni með fé að fara. Í dag fóru samtök atvinnurekenda af stað með nýja röð af lygagröfum um kostnað við skattahækkanir. Sama dag fer forsætis allt einu að tala jákvætt um auðlindarentu. Hagsmunirnir og bófaflokkur þeirra tala í kross í þessari síðbúnu bylgju kosningaáróðurs.