Bófar hristi sýslumann sinn

Punktar

Jæja, þá eru ráðherrar bófaflokksins hver á fætur öðrum búnir að lýsa furðu sinni á lögbanni sýslumanns bófanna. Þar á meðal forsætis. Næst að láta gerðir fylgja orðum. Þeir gangi á fund sýslumanns síns og segi honum þá meiningu sína, að hann sé glórulaust fífl. Þeir semji á fundinum afturköllun lögbannsins og láti sýslumann sinn undirrita. Annars eru orð þeirra einskis virði. Ljóst er, að ekki einu sinni gamlingjar flokksins taka að sér að verja sýslumann sinn. Létt er að fórna einum skjalfestum brotamanni flokksins til að létta á formannsstrák, sem á sér langa harmsögu fjárglæfra í skjóli pólitískrar aðstöðu og ætternis.