Bófar eiga að missa völd

Punktar

Ekkert traust myndast í samfélaginu, ef bófarnir halda völdum í fjármálum landsins. Ef sama gengið heldur t.d. áfram að reka Exista. Því mega bankar, sjóðir og skilanefndir ekki semja um afskriftir skulda. Reka verður eigendur og stjórnendur fyrirtækja, sem reynast vera eignalaus. Og ekki má í staðinn ráða fólk af sama toga. Hræðilegt var, þegar Lífeyrissjóður verzlunarmanna losnaðí við einn bófa og fékk annan í staðinn. Hræðilegt var einnig, þegar skilanefndir endurréðu fólk, sem Fjármálaeftirlitið hafði rekið. Með slíkum hætti myndast ekkert traust í samfélaginu. Fólk heimtar áfram uppstokkun.