Í Bandaríkjunum er bloggið orðið svo þróað, að flest skúbb í fjölmiðlum eiga þar upptök sín. Þeim fer fjölgandi, sem sækja upplýsingar um lífið og tilveruna ekki úr hefðbundnum fjölmiðlum, heldur úr blogginu. Ungt fólk sér hefðbundna fjölmiðla sem eins konar stofnanir, part af kerfinu. Mörgum framhaldsskólanemum finnst bezt, að ríkisstjórnin samþykki efni dagblaðanna fyrirfram. Þegar svigrúm hefðbundinna fjölmiðla þrengist, rennur bloggið í eyðurnar. Smám saman tekur það við af fjölmiðlum, sem drukkna í kröfum fólks um aukna tillitssemi við fólk, um útvíkkað hugtak einkalífsins.