Bloggið skúbbaði afskriftunum

Punktar

Bloggið skúbbaði afskriftum Kaupþings á skuldum helztu starfsmanna sinna. Fréttin logaði um bloggheima í gær. Um kvöldið var hún staðfest í ljósvaka. Þar var líka upplýst um heildarupphæðina, 50 milljarða króna. Það er fé, sem er langt utan við sjóndeildarhring fólks. Er mesta rán frá upphafi Íslandsbyggðar. Áhugalaus ráðherra bankamála og duglaust fjármálaeftirlit ríkisins brugðust dauflega við. Fréttaferlið er gott dæmi um, að bloggið sækir að hefðbundnum fjölmiðlum í fréttum. Enn er þó staðan svo, að fína aumingjasettið brást ekki við fyrr en fréttin var komin í ljósvakann.