Bloggið réði ferðinni

Punktar

Nútími stórmála er þessi: Á miðvikudegi var Paul Ramses tekinn. Um kvöldið reis reiðin í bloggi kveldúlfa. Snemma fimmtudagsmorguns tóku morgunhanar við í blogginu. Mogginn var með ágæta frétt í morgunkaffinu. Visir.is komst inn í málið síðla morguns og Eyjan.is eftir hádegið. Á fimmtudagskvöldi og föstudagsmorgni streymdu hefðbundnir fjölmiðlar í málið. Sögðu ekkert annað en það, sem áður var vitað í blogginu. Samt fór bloggið hægt af stað og var lengi að hita upp. Eigi að síður hefur það algera yfirburði, þegar stórmál rekur á fjörur. Hefðbundnu fjölmiðlarnir voru sólarhring of seint á ferð.