Blogggáttin tekur forustu

Fjölmiðlun

Kom í nótt af fjalli til byggða og sá, að BloggGáttinni hafði verið breytt. Eins og ég lagði til í vor. Í hægri kant eru komnar tilvísanir í fréttir fjölmiðlanna. Mér sýndist þar vera sólarhringur af fréttum, mikil framför frá fréttamiðlun Eyjunnar. Sýndist líka vera hægt að útiloka fjölmiðla, til dæmis fótboltamiðla, sparar mér lestur. Er í GPRS okur-sambandi, svo að ég tímdi ekki að vafra. Get því ekki dæmt um hraða útfærslunnar. En fyrsta sýn segir mér, að þetta sé nýjungin, sem ég hef beðið eftir: Sólarhrings úrval úr öllum fréttum og öllum marktækum skoðunum dagsins á einum stað. Bravó.