Blix: Algert fíflastríð

Punktar

“A war of utter folly” er fyrirsögn greinar Hans Blix í Guardian í dag. Vopnaeftirlitsstjórinn segir stríðið gegn Írak vera algert fíflastríð. Innrásin 2003 hafi verið harmleikur fyrir Írak, Bandaríkin og Sameinuðu þjóðirnar. Hún var gerð í trássi við niðurstöður vopnaeftirlitsmanna. Hún rústaði alþjóðalögum um samskipti ríkja og breytti Írak í stjórnlausar rústir. Breytti Bandaríkjunum í siðlaust ríki hryðjuverka og pyndinga. Blix notar harðari orð en ég. Hann vill gera forgöngumenn stríðsins ábyrga. Þar á meðal er auðvitað tvíeyki Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar.