Blautt konfekt

Punktar

Máttarvöld svefnbæja umhverfis Reykjavík eru í vanda við að gleðja starfsfólk leikskóla án þess að hækka það í launum eins og Reykjavík. Gunnar Birgisson í Kópavogi sendi sínu blautt konfekt og Jónmundur Guðmarsson á Seltjarnarnesi sendi sínu gjafakort í Kringluna. Ekki verður þess vart, að skap starfsfólks hafi mildazt við gjafirnar. Á Nesinu heimtaði annað starfsfólk bæjarins að fá líka slík kort, svo að Jónmundur lenti í vandræðum með málið. Ekki er tekið út með sældinni þessa dagana að vera með blautt konfekt á vegum Sjálfstæðisflokksins í forsvari fyrir sveitarfélög.