Blair einangrar Bretland

Punktar

Mark Leonard segir í Observer, að það sé Tony Blair í Bretlandi, sem hafi einangrast í heiminum sem kjölturakki Bandaríkjanna, en ekki Jacques Chirac í Frakklandi, sem sé orðinn hetju um allan heim. Menn sætti sig ekki við, að Blair hafi fórnað alþjóðalögum fyrir þjónustulundina gagnvart húsbónda sínum í Hvíta húsinu. Hér eftir verði í Evrópu ekkert mark tekið á Blair og Bretlandi. Og í ljós hafi komið, að Bush og föruneyti hans taki ekki heldur neitt mark á Blair og Bretlandi, heldur noti hann bara fyrir sendisvein.