Blair: Álfur út úr hól

Punktar

John Stevens segir í Guardian, að Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, skilji hvorki evrópska sameiningarsinna né bandaríska róttæklinga á hægri kanti. Hinir síðarnefndu vilji velta úr sessi ráðamönnum Sýrlands, Jórdaníu, Sádi-Arabíu og furstadæmanna við Persaflóa og hinir fyrrnefndu vilji ekki með nokkru móti stuðla að því. Blair skilji hvorki róttækar ráðagerðir Bandaríkjanna né hörð viðbrögð gömlu Evrópu við þeim ráðagerðum. Hann sé álfur út úr hól.