Blaðran springur – loftið hverfur

Punktar

Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn er farinn að skilja, að ekki dugir að heimta, að bankar fái að sleppa fyrir horn. Samkvæmt nýjasta björgunarpakka Grikklands er gert ráð fyrir, að helmingur allra ríkisskulda verði afskrifaður. Það hangir saman við, að lengi hefur verið ljóst, að grískur almenningur neitar að borga. Áður hafa ríki komizt upp með að neita að borga án þess að deyja. Ást valdhafa Vesturlanda á bönkum og fjármagnseigendum er að bila. Æ fleiri sjá, að bankarnir eru helztu óvinir mannkyns. Þeir hafa blásið lofti í fé og belgt það út yfir allan þjófabálk. Blaðran springur núna og loftið hverfur.