Einkennilegt er að Noröurlöndin, sem annars fylgjast svo vel að í mörgum stefnumálum, skuli hafa fetað ólíkar brautir í opinberum styrkjum til útgáfu dagblaða.
Aðeins Danmörk hefur borið gæfu til að forðast beina og óbeina styrki aðra en undanþágu frá virðisaukaskatti, afslátt frá fullum póstgjöldum og annað slíkt, sem víðast hvar tíðkast.
Ísland og Finnland eiga samleið í því að nota orðið “blaóastyrkir” sem dulargervi á stuðningi við stjórnmálaflokka. Gengur Ísland þó mun lengra á þessu sviði, enda er hér samtrygging stjórnmálaflokkanna sterkari en víðast annars staðar.
Í Finnlandi er veitt 700 milljónum króna á ári til svonefndrar “dreifingarhjálpar”. Pólitísk nefnd úthlutar þessu fé, verulegum fjárhæðum til flokksblaða, en litlu til annarra. Þar hafa óháð blöð 55% dreifingarinnar en aðeins 0,2% aðstoðarinnar.
Á Íslandi hefur ríkið lánað prentsmiðjum flokksblaðanna tolla og söluskatt og gengið í ábyrgð fyrir erlendum prentsmiðjuskuldum. Ekki er kunnugt um, að þessi lán hafi verið endurgreidd, né vextir af þeim.
Á lslandi veitir ríkið 29 milljón krónum af fjárlögum, aðallega til kaupa á 200 eintökum af öðrum dagblöðum en Dagblaðinu, en einnig til stuðnings útgáfu flokksblaða á landsbyggóinni og til frjálsrar ráðstöfunar þingflokka. Pólitísk nefnd úthlutar þessu fé eins og í Finnlandi.
Í þriðja flokki þessara landa eru svo Svíþjóð og Noregur, þar sem menn hafa forðazt hinar flokkspólitísku brautir.
Meginstuðningur ríkisins við dagblöó Í þessum löndum felst Í niðurgreiðslum á pappírsnotkun allra dagblaða annarra en þeirra, sem hafa mesta útbreiðslu á hverju markaðssvæði, svo framarlega sem upplag fyrrnefndu blaðanna nær ekki ákveónu hlutfalli. Engin flokkapólitík kemst að í þessari aðstoð.
Í Noregi er til viðbótar sú regla, að opinberum auglýsingum er dreift jafnt milli allra dagblaða, og Í Svíþjóð er til viðbótar sú regla, að dagblöðin greiða 6% auglýsingaskatt til að jafna auglýsingatekjum milli dagblaða.
Þessi norska og sænska aðstoð leiðir til 3% meðaltalsaukningar á tekjum norskra blaða og 5% meðaltalsaukningar á tekjum sænskra blaða.
Í þessum löndum byggist stuðningurinn á ýtarlegum rannsóknum sérstakra nefnda, sem hafa átt að finna ráð til að stemma stigu við blaðadauða og til að viðhalda víðtæku upplýsingafrelsi.
Þar hefur stuðningurinn lánazt nógu vel til þess, að hann vekur litlar deilur.
Ef íslenzkir stjórnmálaflokkar vilja láta ríkíð styrkja rekstur sinn, eiga þeir ekki að gera það á fölskum forsendum. Ef menn vilja styrkja dagblöðin, á að gera það eftir norskri eða sænskri fyrirmynd.
En bezt er danska, styrkjalausa leiðin, enda er ekki fyrirsjáanlegur neinn dagblaðadauði á Íslandi.
Jónas Kristjánsson
Dagblaðið