Björn skrapar fé í Harald

Punktar

Allt fé, sem Björn Bjarnason stríðsráðherra kemst yfir, fer í sérsveitir og forvirkar aðgerðir ríkislögreglustjórans. Þar sem Björn hefur ekki peninga Alþingis til þess, klípur hann fé af almennri löggzælu, Keflavíkurflugvelli og Landhelgisgæzlunni. Sú síðastnefnda hefur ekki peninga til að halda úti varðskipum og flugvélum. Þær fljúga án flugleyfis vegna skorts á viðhaldi. Óeirðirnar í miðbæ Reykjavíkur að næturlagi um helgar stafa af skorti á venjulegum löggum. Björn hefur ekki peninga í þær, því að hann er að safna í gæluverkefni á vegum Haraldar Johannessen. Þeir þurfa báðir að víkja.