Björgum ríki, ekki bönkum

Punktar

Vandi Íslands felst ekki í að hindra fyrst Glitni og síðan Landsbankann í að fara á hausinn. Glitnir átti fá að fara á hausinn og Landsbankinn á líka að fá að gera það í friði. Þetta voru bara illa rekin fyrirtæki og eiga að lúta sömu lögmálum og önnur. Einhverjir kaupa líkin og halda úti rekstri. Ekki er allt starfsfólk atvinnulaust, þótt eigendaskipti verði og dregin saman segl. Vandi Íslands felst í allt öðru, skertri getu ríkisins til að halda skúrkum uppi með hlutafé. Skuldatryggingarálag ríkisins vex óðfluga, verður orðið skelfilegt upp úr áramótum. Björgum ríkinu, en ekki bönkunum.