Bjöggarnir eru í sömu afneitun og aðrir. Þeir gerðu ekkert rangt. Það er ekki þeim að kenna, að þjóðin rambar á barmi gjaldþrots vegna bankans þeirra. Nei, nei, þjóðin lifði bara um efni fram, segir faðirinn. Davíð útvegaði bara of lítinn gjaldeyri. Sonurinn vill koma aftur til landsins, auðvitað ekki með neina peninga í farangrinum. Heldur vill hann veita góð ráð um framhaldið. Hroki getur ekki verið meiri en svona. Hver vill þiggja ráð hans? Fyrir utan Davíð Oddsson eru þetta þeir tveir, sem eiga stærstan þátt í hruni þjóðfélagsins. Þeir voru bara óheppnir, aumingja kallarnir.