Bjöggar flúnir af velli

Punktar

Bjöggarnir eru horfnir, flúnir af velli og það fór vel. Um árabil hafa þeir gert sig breiða í samfélaginu. Þóttust vera guðir og galdramenn. Faðirinn spásseraði um í skrítnum búningi, sem minnti á melludólg í Berlín fyrir 75 árum. Þeir veðsettu þjóðina meðal annars fyrir skuldum, sem leppar þeirra í Landsbanka stofnuðu til hjá IceSave í Bretlandi. Gaf þeim farareyri inn í óvissa framtíð. Verið þið sælir og komið seint aftur. Þið hin sitjið eftir á skerinu, fíflin ykkar. Og borgið fyrir Bjöggana, unz blæðir undan nöglum.