Rosalega er ég feginn, að Bjarni vafningur Benediktsson er ekki forsætis. Telur söfnun Wikileaks og birtingu New York Times á bandarískum leyniskjölum vera ólöglegt athæfi. Honum finnst þá líklega, að birting New York Times á Pentagon-skjölunum og Washington Post á Watergate-skjölunum vera ólöglega á sínum tíma. Skoðun Bjarna stingur í stúf við almennar, vestrænar skoðanir á birtingu leyniskjala. Viðbrögð hans lykta eindregið af þeim sama fasisma og einkenndi ríkisstjórnirnar, sem urðu sér til ævarandi skammar í Pentagon og Watergate-málunum. Bjarni er úti að aka í þessu máli sem og flokkur hans.