Bjarni hrósar sér

Punktar

Bjarni Benediktsson hrósar Íslendingum í viðtali við Sky fyrir að hafa sett nokkra bankstera í fangelsi eftir hrun. Segir, að Bretar hefðu átt að gera slíkt hið sama, sem er rétt. Minntist samt ekki á, að málaferlin hér voru að mestu verk ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Enn síður, að Sjálfstæðisflokkur Bjarna hefur reynt að skera fjárveitingar til embættis Sérstaks saksóknara og draga úr umsvifum hans. Fangelsun bankstera hefur því ekki gengið eins langt og vera skyldi. En gott er, að Bjarni hrósi sér af vinstri verkum annarra og skammi útlenda fyrir, að gera ekki slíkt hið sama. Þetta verður geymt, en ekki gleymt.