Bjarni Benediktsson sagðist fyrir hönd Flokksins vera sáttur við aðgerðir í þágu heimila. Vildi samt skoða þær betur, áður en hann tjáði sig frekar um þær. Skynsamlega talar þarna maður, sem virðist hafa slitið sig frá fyrra lýðskrumi. Við gamla, sama heygarðshornið voru hins vegar Sigmundur Davíð og Þór Saari. Þeirra fag er lýðskrum, en Sigmundur var þó minna æstur en áður. Kannski lagast hann eins og Bjarni, en lítil von er í Þór. Deila má um aðgerðirnar, en allir vita, að þær líkjast kjarasamningum. Eru útkoma úr þrúkki, þar sem flestir fá lítið og allir fá mun minna en þeir stefndu að.