Skelfilegt er að lesa listann yfir góðborgara, sem Bjarni Benediktsson lét hlera, er hann var dómsmálaráðherra. Ég vissi frá þingflokki Sjálfstæðis, að hann var dóni, en listinn sýnir líka róttæka vænisýki. Enn furðulegra er, að dómarar þess tíma virðast hafa tekið orð Bjarna sem lög. Hann þurfti ekki að rökstyðja kröfur sínar um hleranir. Dómarar rökstuddu ekki heldur úrskurðina. Allt gerðist þetta á færibandi, allt fram til ársins 1968. Hvorki fyrr né síðar hefur neinn misnotað embætti sitt eins og þetta ógeðuga átrúnaðargoð sjálfstæðismanna gerði með símahlerunum sínum.