Bjarni Ben er freistarinn

Punktar

Bjarni Benediktsson formannsefni boðar í Fréttablaðinu í dag stuðning við umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Það mun freista margra framámanna í Samfylkingunni. Þeir eru meðteknir af sambandinu, telja það allra meina bót. Þessir aðilar munu hamla gegn yfirlýsingu flokksins um óbreytt samstarf um ríkisstjórn eftir kosningar. Vinstri grænir og Framsókn hafa lýst andstöðu við samstarf við Sjálfstæðið, en Samfylkingin hefur ekki gert það. Að vísu hafa flokksfélögin á Ísafirði og Bifröst gert það, líklega til að knýja flokkinn til að gera upp hug sinn. En suma langar enn í nýja hrunstjórn.