Bjarni almáttugur

Punktar

Orkuveita Reykjavíkur hyggst áfram framleiða jarðskjálfta í Hveragerði. Tekur ekki mark á þekktasta jarðfræðingi landsins, Haraldi Sigurðssyni. Hún segir LITLA hættu á, að jarðskjálftar fari yfir fjögur stig, þótt þeir hafi ítrekað farið í fjögur stig. Hversu litla hættu, 1% eða 10%? Hún tekur ekki heldur mark á Haraldi vegna efnasamsetningar vökvans, sem dælt er niður í jörðina. Þar eru arsenik, kadmíum og blý, allt hin hugljúfustu efni. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, segir LITLA hættu á, að eitrið berist í vatnslindir Reykjavíkur. Hversu litla hættu? Er 1% hætta í lagi eða 10%?