Heilbrigður flokkur velur menn til ábyrgðarstarfa á grundvelli þekkingar og reynslu. Velur með því hugarfari menn í stjórn Slökkviliðs Reykjavíkur, svo dæmi sé nefnt. Algengast er, að flokkar fari ekkert eftir þessu, heldur noti stjórnarsetu sem bitling fyrir flokkshest. Því tölum við um gömlu flokkana sem fjórflokkinn. Ný framboð smitast samt strax, einkum þó Bezti flokkurinn. Hagar sér eins og versti bitlingaflokkur. Þannig er Jón Gnarr borgarstjóri fulltrúi flokksins í stjórn Slökkviliðsins. Fær feitan hundrað þúsund króna mánaðarlegan bitling ofan á borgarstjóralaun. Gerspillt kvígildi hann Gnarr.