Biskupinn fríkaði út

Punktar

Biskupinn yfir Íslandi fríkaði út í Hallgrímskirkju um helgina. Hellti sér yfir önnur lífsviðhorf en lútersku. Tilefnið var ráðagerð um takmörkun á umgengni klerka við grunnskólabörn. Umgengnin er nýleg, að minnsta kosti man ég ekki eftir henni á minni skólagöngu. Reykjavík ráðgerir að draga úr heilaþvotti barna og það er hið bezta mál. Kirkjan hefur á fáum mánuðum spilað sig út í horn í samfélaginu. Fyrst í vörn fyrir ógeðsbiskup og graða klerka. Biskupinn dapurlegi var þá staðinn að fláttskap og yfirhilmingum. Kominn núna í heilagt stríð fyrir hönd kirkju, sem ætti að biðjast forláts.