Biskup taki pokann sinn

Punktar

Biskupinn yfir Íslandi má fara að gæta sín. Ingvi Hrafn Jónsson segir hann hafa lýst stuðningi við sig í kjölfar dóms um skattsvik. Karl Sigurbjörnsson getur tæpast staðið undir þeim áburði. Varla er í verkahring biskups að taka afstöðu til slíkra dóma. Hann hefur áður sýnt dómgreindarskort. Bréfi um kynferðisbrot forvera síns stakk hann undir stól í hálft annað ár. Greinileg tilraun til þöggunar, er sannleiksnefnd kirkjunnar telur ámælisverða. Biskup getur tæpast mætt á kirkjuþing til að taka afstöðu til þeirrar skýrslu. Og góð spurning er, hvort ekki sé einfaldast, að hann taki bara pokann sinn.