Ég vann lengst af eftir reglu James Scotty Reston: “Publish and be damned”. Birtu og vertu bölvaður. Hún hefur gefizt vel. Stundum hriktir í og stundum verða ritstjórar að hætta, því að þeir ofbjóða fólki. Auðvitað eiga þeir að ofbjóða. Það er skylda. Mér datt aldrei í hug, að DV ætti að þegja yfir réttri frásögn af perranum á Ísafirði. Seinna varð ríkið að borga drengjunum skaðabætur. Þá var Össur búinn að birta hjartnæma minningargrein um perrann. Nú er Wikileaks að gera marga brjálaða. Einu sinni voru það Pentagon Papers. “Truth will out”. Skítugur sannleikurinn vill koma í ljós. Hann á að fá það. Ei má satt kyrrt liggja.