Bilaður áttaviti

Punktar

Sammála Snorra Magnússyni. Formaður Landssambands lögreglumanna furðar sig á, að Útlendingastofnun vísi ekki erlendum glæpamönnum úr landi. Eins og hann segir í Fréttablaðinu í dag: “Þá sérstaklega, þegar nýbökuðum kenískum feðrum og filippseyskum flökurum úr Þorlákshöfn er gert að fara úr landi án nokkurs fyrirvara.” Stundum er útlendingar meira en helmingur þeirra, sem gista fangageymslur lögreglunnar. Aðallega eru það Litháar, um 40%. Hingað koma glæpasveitir í skjóli Schengen og þær á umsvifalaust að senda brott. Dómsmálaráðherra þarf að færa krumpaðri Útlendingastofnun nýjan áttavita.