Bilaði eyðsluseggurinn

Punktar

Ég fæ gæsahúð, þegar ég les eftirfarandi á blogginu. Raunverulega var til fólk, sem hagaði sér svona. Ríkið og skattgreiðendur mega ekki hlaupa undir bagga með svona biluðum eyðsluseggjum: “Ég keypti einn jeppling, borgaði 1.8 milljón út og tók rúmar 5.2 milljón að láni 2007 í jenum og frönkum. Í dag er bíllinn kannski fjögurra miljóna virði en lánið komið upp í rúmar tólf milljónir. í upphafi var greiðslubyrðin 75,000 á mánuði en fór upp í 190.000 en er núna á frystingunni 105.000. Það verða bílalánin sem keyra fólk í þrot. Á dauða mínum átti ég von en ekki þessu bulli.” Telur sig fórnardýr!